Kári Tómasson hefur tekið við stöðu þjónustustjóra Vélfags.
Kári mun hefja störf 1. desember en hann hefur starfað sem Global Field Service Manager hjá Marel síðastliðin 2 ár. Kári hefur mikla reynslu af nýsmíði, þjónustu og uppsetningum í sjávarútveginum en hann starfaði sem tæknimaður hjá Skaginn3X í 9 ár og hefur verið síðan 2017 í þjónustu Marel sem þjónustusérfæðingur og stjórnandi. ,,Vélfag er virkilega spennandi fyrirtæki sem ég hef verið að fylgjast náið með seinustu ár. Það eru mikil vaxtatækifæri til staðar til að byggja upp og vaxa í þjónustu, í nánu samstarfi með okkar viðskiptavinum þar sem Vélfag býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum bransa. UNO vélin er ein flottasta vöruþróun sem hefur komið í fiskiðnaðinum í langan tíma og þjónustan mun spila stórt hlutverk í velgengni hennar. Ég er fullur tilhlökkunar að fá að vinna með Trausta aftur og ég er handviss um að hann sé rétti maðurinn til að leiða Vélfag í þá vegferð sem er framundan.” Segir Kári Tómasson, fullur tilhlökkunar.
0 Comments
Trausti tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Bjarma Sigurgarðarssyni en Bjarmi tekur nú sæti í stjórn Vélfags.
Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs og hefur störf hjá Vélfagi 1. nóvember 2024 ,,Vélfag er spennandi fyrirtæki með mikla möguleika sem byggir á sterkum grunni og tækni sem hefur sannað sig um allan heim. Bjarmi og Vélfagsteymið hafa mótað metnaðarfulla framtíðarsýn af miklu innsæi fyrir fiskvinnslu framtíðarinnar, þar sem UNO vélin mun leika stórt hlutverk. Ég er fullur tilhlökkunar og bjartsýni að takast á við allar þær áskoranir og þau tækifæri sem því fylgir með samhentum hópi starfsfólks, í nánu samstarfi með viðskiptavinum“ segir Trausti. Trausti kemur frá Controlant þar sem hann hefur leitt uppbyggingu vörusviðs félagsins í gegnum mikinn vöxt sl. 3 ár en Controlant er leiðandi fyrirtæki í lausnum fyrir rauntímavöktun lyfjasendinga. Fram að því hafði Trausti starfað í tækni- og þjónustumálum fyrir sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn frá árinu 1996, þegar hann gerði lokaverkefni sitt í kerfisfræði frá TVÍ (nú Háskólinn í Reykjavík) hjá Marel. Næstu 4 árin starfaði hann við hugbúnaðargerð fyrir íslenska sjávarútveginn þangað til hann kom aftur til Marel árið 2000 og starfaði þar í ýmsum störfum á vaxtarárum félagsins til ársins 2020 fyrst í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu en leiddi síðan uppbyggingu- og samþættingu þjónustunets Marel frá 2013 til 2020. Frá Marel fór Trausti til Skagans 3X og leiddi tæknisvið og aðfangastýringu félagsins frá 2020-2021, áður en hann fór til Controlant. Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags er bjartsýnn á framtíð Vélfags. ,,Ég er fullviss um að ráðning Trausta gefi Vélfagi byr í seglin. “ segir Alfreð. Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnendur Vélfags, eru ánægð á þessum tímamótum: „Fyrirtækið býr yfir miklum mannauði og þekkingu og Trausti er að okkar mati leiðtogi sem hefur bæði reynslu og kosti sem leysa slíka krafta úr læðingi. Við lítum framtíð Vélfags björtum augum enda höfum við fulla trú á að Trausti muni leiða öflugt teymi Vélfags þannig að fyrirtækið skipi sér í fremstu röð í geiranum“ It has been a busy time for us in Vélfag as the company prepares to install the first three UNO machines for our customers. UNO is a revolutionary fish processing machine. In its first version, the machine transforms headed and gutted groundfish into skinless and boneless fillets. The first two machines are currently on their way across the Atlantic Ocean, destined for BlueWild in Norway. These machines will be installed aboard the processing trawler EcoFive, which is expected to be fully operational for its first tour in June. Kambur invested in the UNO last November, making it the first UNO machine to be installed in a land-based facility in Iceland. Preparations for its installation are progressing smoothly, and the machine is anticipated to be operational by this summer.
Vélfag heldur áfram að stækka og opnar fimmtu starfsstöðina á Íslandi sem er staðsett við Njarðarnes 3-7 á Akureyri, þar sem Trésmiðjan Börkur var áður til húsa. Verksmiðjan sem er 2541,5 fm á stærð mun hýsa framleiðslu, lager og samsetningu auk skrifstofur. Vélfag continues to expand and opens the fifth establishment in Iceland, which is located at Njarðarnes 3-7 in Akureyri, where Trésmiðjan Börkur used to be located. The 2541.5 square meter factory will house manufacturing, warehousing, assembly and offices. Baldursnes 2 sem eru höfuðstöðvar Vélfags eru í næstu götu og nú standa flutningar á framleiðsluvélum yfir í nýja húsnæðið. Baldursnesið verður áfram notað fyrir þróun og skrifstofur. Baldursnes 2, which is Vélfag's head office, is nearby, and now production machines are being moved to the new premises. Baldursnes will still be used for development and offices. ![]() Gengið hefur verið frá ráðningu Elvars Stefánssonar í stöðu framleiðslustjóra hjá Vélfagi en hann hefur starfað hjá Vélfagi frá árinu 2015. Elvar er vél- og orkutæknifræðingur frá HR auk þess að vera með sveinspróf í rennismíði.
Elvar er bjartsýnn á framhaldið: ,,Það eru mjög spennandi tímar framundan og að flytja framleiðsluna yfir í stærra húsnæði er í takt við aukinn vöxt Vélfags og velgengni á undanförnum árum" Elvar Stefánsson has been hired as a production manager at Vélfag, but he has been working at Vélfag since 2015. Elvar is a mechanical and energy technician from HR. Elvar is optimistic about the future: "There are fascinating times ahead, and moving the production to a bigger building is in line with Vélfag's increased growth and success in recent years." Reynir B. Eiríksson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá félaginu. Bjarmi A. Sigurgarðarsson, annar af stofnendum og einn af eigendum Vélfags, tekur við stöðunni þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Reynir mun vera stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan félagsins.
Bjarmi A. Sigurgarðarsson, framkvæmdastjóri Vélfags: „Fyrir hönd Vélfags þakka ég Reyni fyrir mikilvægt framlag hans í framþróun og vexti félagsins að undanförnu og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi“ Reynir B. Eiríksson steps down as Managing Director of Vélfag. Reynir B. Eiríksson has decided to step down as the company's Managing Director (CEO). Bjarmi A. Sigurgarðarsson, one of the founders and a shareholder in Vélfag, will take over the position until a new CEO is appointed. Reynir will work with the management to ensure a smooth transition. Bjarmi A. Sigurgarðarsson, CEO of Vélfag: "On behalf of Vélfag, I thank Reynir for his important contribution to the development and growth of the company and wish him all the best in the future." Vélfag delivered a fish processing line to Castletownbere Fisherman's in Ireland last week.1/22/2024 Last week, Vélfag delivered a whole processing line to Castletownbere Fisherman's in Ireland, including the M521 (H&G), the M705 computer-controlled filleting machine, and the M822 skinning machine. Vélfag has great experience in providing processing solutions tailored to the specific needs of the Irish market. Over the past three years, we have successfully delivered five installations in Ireland. Castletownbere Fishermen process a diverse range of species, which can vary both in sizes and condition. Our M705 filleting machine is an ideal solution for their requirements, where it can efficiently process a wide range of fish sizes, and with a simple push of a button, it can adapt settings to handle different fish species and condition (new or soft fish). The M521 heading machine is designed to both head whole fish and take the collarbone off pre-headed fish (H&G). The M521 eliminates the danger of fillets getting stuck in the filleting process and, subsequently, the following fillets. The M822 skinning machine completes the processing line, which easily skins different fish types and sizes with maximum capacity.
Vélfag would like to thank Castletownbere for the trust, and we look forward to the ongoing cooperation in the future! Brim and Vélfag signed an agreement last weekend at The Seafood Conference in Iceland to purchase the first UNO machine in Iceland, which will be installed in Kambur processing premises in Hafnarfjörður. In addition to acquiring the machine, Brim has secured pre-emptive rights on five more machines that will be produced. UNO is a revolutionary innovation for fish processing, but Vélfag has been developing this machine for several years and introduced it to the market last year. The concept of UNO is simple, whole gutted fish is inserted at one end, and skinless, boneless fillets emerge from the other. The process includes a heading, filleting, pin bone removal and skinning - along with the by-products.
"This is the future for the Icelandic fishing industry: automation that reduces the number of human hands while increasing quality, speed, and performance. We are extremely pleased with this agreement and proud to be the first Icelandic company to implement this technology, thereby supporting technological progress in the fishing industry," says Hólmar Jóhann Hinriksson, director of the fish processing plant Kambur. It is expected that Kambur will receive the machine in the first quarter of 2024 "This is a significant milestone for us and a great recognition that Brim has invested in UNO and secured preemptive rights on five additional UNO machines. There is a immense interest and anticipation in the market for this solution. The machine revolutionizes whitefish processing and represents one of the most significant technological advances in recent years. " Says Ragnar Guðmundsson, Vélfag's Chief Sales officer. Viðtal úr bókinni: Fullveldisróður í 40 ár – Sjómannafélag Ólafsfjarðar 1983-2023 eftir Atla Rúnar Halldórsson. Dreifing: Svarfdælasýsl forlag sf Mig dreymdi um að smíða fyrsta íslenska alvöru jeppann en það gekk ekki eftir. Hins vegar smíðaði ég fyrstu íslensku flökunarvélina fyrir bolfisk og um leið þá fyrstu í heiminum úr ryðfríu stáli og tæringarfríum efnum. Hugmyndir urðu til, þær þróuðust og voru prófaðar á Mánaberginu, í sínu rétta umhverfi á sjónum. Þannig segist Bjarma Sigurgarðarssyni frá um upphafið að því sem koma skyldi og varð alþjóðlega tæknifyrirtækið Vélfag þar sem hannaðar eru framleiddar fiskvinnsluvélar til notkunar á sjó og landi hérlendis og út um víða veröld. Þau hjón, Bjarmi og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnuðu fyrirtækið, byggðu það upp frá grunni og stýrðu frá upphafi 1995-2023. Þegar Reynir B. Eiríksson var ráðinn framkvæmdasjóri en Bjarmi varð þróunarstjóri Vélfags. Enginn sér sín örlög fyrir og það á heldur betur við um Bjarma. Hann menntaði sig upphaflega sem bifreiðasmið og stefndi á starfsferil sem slíkur en leiðin lá óvænt á sjóinn, á frystitogarann Mánaberg frá Ólafsfirði sem félagsmaður í Sjómannafélagi Ólafsfjarðar. Þar um borð fóru hlutir að gerast sem enginn sá fyrir, heldur ekki Bjarmi sjálfur. Á yngri árum kunni ég Sjómannaalmanakið nánast utan að, var haldinn ólæknandi skipadellu og þekkti alla báta og skip landsmanna með nafni. Ég var sífellt að teikna skip og sé að sumar teikningarnar frá þessum tíma eru ansi líkar uppsjávarskipum nútímans. Ég fór fyrst á sjó tíu ára og var mikið til sjós til sautján ára aldurs, á handfærum og á rækjuveiðum með föður mínum, Sigurgarðari Sturlusyni. Af honum lærði ég margt sem nýttist mér afar vel síðar á starfsferlinum. Hann var mikill sjómaður og af vestfirskum sjómönnum kominn. Í ættinni voru margir sjómenn og fleiri sem tengdust sjónum, til að mynda afabróðir minn. Eiríkur Kristófersson skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Pabbi vann um tíma hjá Björgun og ég var með honum í verkefnum á vegum Björgunar, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Þykkvabæjarfjöru til að gera við nýjan bát sem þar strandaði. Síðan vann ég við að dýpka hafnir í tengslum við dýpkunarskipið Gretti, vann hjá Köfunarmiðstöðinni á bátum í hafntengdu brasi á Sundunum við Reykjavík og vann við dýpkun Vatnsfellsmiðlunar við Þórisvatn. Fleira gæti ég nefnt sem ég fékkst við þá og síðar í véla-, málm- og bílageiranum. Þau störf og verkefni áttu það sameiginlegt að bæta sífellt einhverju nytsamlegu við í reynslubankann. Af þeim reikningi gat ég alltaf tekið úr notadrjúga þekkingu og reynslu síðar á starfsferlinum. Ég lærði sem sagt bifreiðasmíði og fór svo utan í framhaldsnám hjá Malcolm Wilson í Bretlandi til að læra að smíða keppnisíþróttabíla. Þaðan lá leiðin heim á ný og ég fór að smíða bíla bæði fyrir rall- og torfæruakstur, þar á meðal sigursælasta rallýbíll Jóns Ragnarssonar. Sjálfur keppti ég líka í rallý og torfærum með góðum árangri. Reyndar gaf ég mér aldrei þann tíma sem ég gjarnarn vildi gera til að smíða og þróa keppnisbíl handa sjálfum mér! Svo lá leiðin til Ólafsfjarðar og þaðan á sjóinn. Hvernig atvikaðist það? Okkur bauðst að flytja til Ólafsfjarðar og við bjuggum þar hjá tengdaforeldrum mínum til að byrja með. Frystitogaraöldin var að ganga í garð og Ævar Þiðrandason, tengdafaðir minn, var þá netamaður á frystitogaranum Mánabergi. Hann hvatti mig eindregið til þess að sækja þar um pláss sem margir sóttust eftir, í júlí 1989. Ég varð badermaður á Mánabergi en vissi lítið út í hvað ég var að fara. Einu kynnin af fiskvinnsluvélum voru heimsóknir til vina og kunningja sem störfuðu í Baader í Ármúla í Reykjavík. Man að mér fannst þetta véladrasl eins óspennandi og hugsast gat, ætlaði mér ekki annað en að halda áfram að smíða bíla og þróa þá iðn á alla kanta. Fljótlega fór ég að fást við að bæta flökunarvélarnar frá Baader í Mánabergi með tæknilausnum við innstýringuna og með tiltölulega einföldum breytingum sem auðvelduðu viðhald og þrif að lokinni notkun. Svo barðist ég fyrir því að notaðir yrðu karfahausarar í stað hefðbundinna bolfiskhausara og fékk góðan hljómgrunn hjá framsýnum vaktformönnum mínum, Frímanni Ingólfssyni og Stefáni Veigari Gylfasyni. Lengi vel hausaði okkar vakt með karfahausara en hin vaktin hélt sig áfram við bolfiskhausarann. Á daginn kom að hráefnisnýtingin með karfahausaranum var talsvert betri, hann skemmdi síður það sem í gegnum hann fór og fækkaði þannig um leið flökunargöllum. Fiskurinn komst margfalt fyrr í kælingu af því karfahausarinn hausði, blóðgaði og saug innyflin innan úr. Sú aðferð skilaði í heildina mun betra hráefni og viðhaldskostnaður var brot af því sem fylgdi hinni vélinni. Áður voru oft staðnar frívaktir við að handblóðga og innyflin lágu áfram í fiskinum, stundum í langan tíma í miklu fiskiríi. Þá var jafnvel verið að blóðga steindauðan fisk. Hver fiskur var því meðhöndlaður í tvígang, fyrst blóðgaður og svo settur í Baader 161 vél til að hausa og taka innyfli með tilheyrandi skemmdum á kvið og hnakka. Skemmdirnar ollu svo vandræðum í flökunarvélinni, hráefnisnýtingin var mun verri en skyldi og gæði flakanna lakari. Við í áhöfn Mánabergs höfðum því frumkvæði að breytingum sem vöruðu bæði meðferð og nýtingu aflans. Ég fékk stundum vélsmiðjurnar í Ólafsfirði til að smíða einhverja smáhluti til að nota eða smíðaði þá sjálfur í ,,dauðum tímum“ um borð. Fannst betra að brasa eitthvað en sitja og horfa á gamlar upptökur úr sjónvarpi á frívöktum. Þarna fór boltinn að rúlla sem varð Vélfag? Já, hiklaust má segja það. Ég gat lagt saman þekkingu og reynslu úr keppnisbílageiranum annars vegar og sjómennskunni hins vegar til að átta mig á því hvað betur mætti fara í fiskvinnslubúnaði í skipum. Gleymum því svo ekki að vinnsluvélar í skipum þessa tíma voru hugsaðar fyrir fiskvinnslu í landi. Þær voru úr áli og tærðust hraðar á sjó en ella hefði verið. Eftir að við stofnuðum Vélfag, og tókum að okkur viðhald fiskvinnsluvéla fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, blasti við allur kostnaðurinn sem til féll í viðhaldi sömu hlutanna í hvert einasta skipti sem skip kom til hafnar. Saman fór að aldur færðist yfir vélarnar, þær tærðust hraðar á sjó en ella hefði verið. Eftir að við stofnuðum Vélfag, og tókum að okkur viðhald fiskvinnsluvéla fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, blasti við allur kostnaðurinn sem til féll í viðhaldi sömu hlutanna í hvert einasta skipti sem skip kom til hafnar. Saman fór að aldur færðist yfir vélarnar, þær tærðust og hráefnisnýtingin versnaði í takt við ástand búnaðarins. Alveg gekk fram af mér hve miklum fjármunum var varið í viðhald sem hægt var að spara sér með því að nota önnur efni í búnaðinn eða nálgast hlutina á annan hátt. Ég hætti til sjós þegar gömul augnmeiðsl tóku sig upp og ákvað að freista þess að starfa í landi. Þá spurði ég Gunnar Sigvaldason, framkvæmdastjóra Sæbergs hf. – útgerðar Mánabergs, hvort fyrirtækið hans myndi gerast viðskiptavinur nýs fyrirtækis sem við hygðumst stofna til að þjónusta fiskvinnsluvélar í Ólafsfirði. Hann svaraði því játandi um hæl og eigendur Sæbergs, Gunnar og Jón Þorvaldsson, hvöttu okkur jafnframt með ráðum og dáð og alla tíð síðan þá. Sæberg og Þormóður rammi hf., á Sigló sameinuðust síðar í Ramma hf. Gunnar var eiginlega framsýnni en við sjálf og brýndi fyrir okkur að hugsa stórt. Markaðssvæði Vélfags ætti að ná langt út fyrir Ólafsfjörð. Með sanni má því segja að Gunnar Sigvaldason sé guðfaðir Vélfags. Eigendur Sæbergs og Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma sýndu okkur áfram mikið traust með því að semja við Vélfag árið 2007 um að kaupa fyrstu fiskvinnsluvélaranar sem fyrirtækið framleiddi: fjórara flökunarvélar og átta hausara í nýtt skip Ramma. Sá samningur tryggði að Vélfag komst af frumþróunarstigi sem vélaframleiðandi inn í framtíðina. Vélarnar sjálfar rötuðu hins vegar ekki þá leið sem fyrirhugað var því skipasmíðastöðin fór á hausinn og nýju skipi Ramma var aldrei hleypt af stokkunum. Sumar vélanna fóru því í Mánaberg ÓF í júní 2009, í Sigurbjörgu ÓF í október 2009. Aðrar vélar seldi Rammi í skip í eigu HB Granda sem aftur varð kveikja að framtíðarsamningum þess fyrirtækist og Vélfags. Margir góðir sjómenn, fjöldi eigenda og starfsfólks í útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum og starfsmenn Vélfags frá upphafi hafa sömuleiðis lagt sitt af mörkum til að gera fyritækið að því sem það er orðið. Markaðssvæði Vélfags er veröldin öll og við seljum vélar um lönd og álfur. Það hefði meira að segja þurft að segja Gunnari Sigvalda það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar forðum daga að slíkt gæti gerst og myndi gerast! Þeir sem vilja eignast bókina geti haft samband við Sjómannafélag Ólafsfjarðar eða bókahöfundinn Atla Rúnar Halldórsson, [email protected] / 899 8820 Vélfag continues to expand and has now purchased a building at Cuxhavengata 1 in Hafnarfjörður to support and boost the service in the Reykjavík area. We are very proud to take this step to expand the company and fulfill our machinery market needs and top-notch service. ,,Vélfag strives to build a strong service network to maintain the level of service we continuously want to provide. Therefore, opening a service department in the capital area is crucial for a growing company like Vélfag. " - Silfá Huld Bjarmadóttir - Marketing Manager |
|