MY SITE
  • Home
  • Products
    • UNO
    • Heading
    • Filleting >
      • M700
      • M705
      • M725
    • Skinning
    • M Line
    • TakeControl OS
  • News
  • The Company
    • History
    • Our Customers
    • Contact
    • Our Team
    • Join the team

Vélfag stefnir á vöxt með stórauknum útflutningi fiskvinnsluvéla

10/11/2019

0 Comments

 
Picture
Grein birt í Sóknarfærum september 2019  

„Vélfag er á hraðri leið þessa dagana og markvisst að stíga úr því nýsköpunar- og þróunarferli sem fyrirtækið hefur verið í síðustu ár yfir í aukna áherslu á fjöldaframleiðslu fiskvinnsluvéla ásamt heildarlausna með búnaði fyrir hvítfiskvinnslu. Ísland er okkar heimamarkaður og meðfram áherslu á að tryggja áframhaldandi þjónustu og sölu hér á landi, horfum við til mikilla tækifæra í aukinni sölu á erlendum mörkuðum, enda hefur viðskiptavinum okkar erlendis fjölgað mikið. Náið samstarf sjávarútvegs- og tæknifyrirtækja hefur gert íslenskan sjávarútveg að þeim fremsta í heiminum. Það er því engin tilviljun að horft sé til Íslands þegar leitað er að besta búnaðinum til að byggja upp tæknivæddar fiskvinnslur, eins og við erum t.d. að sjá í Rússlandi.“ segir Björg Finnbogadóttir, verkefnastýra hjá fyrirtækinu Vélfagi ehf. Framleiðsla og samsetning vélbúnaðarins er í Ólafsfirði en skrifstofur og þróunarsetur á Akureyri þar sem fyrirtækið hefur nýverið fjárfest í stærra húsnæði til að mæta fyrirætlunum um vöxt í starfseminni og fjölgun spennandi starfa í tæknigeiranum fyrir jafnt iðn- og háskólamenntað fólk. Þjónusta til viðskiptavina er jafnframt veitt frá báðum starfstöðvum Vélfags.
 
Áhersla á framleiðslu og sölu
Auk flökunarvéla framleiðir Vélfag hausara og roðdráttarvélar fyrir bolfisk og fást þessar vélar bæði sem tölvustýrðar og mekanískar. Þá hefur fyrirtækið þróað og afhent á þessu ári hina nýju M521 hausara/klumbuskurðarvél. Vélin er þróuð til að taka haus og/eða klumbu af bolfiski fyrir flökun. Vélin hentar bæði til að skera klumbuna af H&G bolfiski (hausaður og slægður) en einnig til að hausa fiskinn um leið og klumban er skorinn af.  Með M521 vélinni fá viðskiptavinir val um einfalda og öfluga vél á mjög góðu verði, sem tekur lítið pláss og auðvelt er að koma fyrir í bæði stórum og smáum vinnslum.
 
Á síðustu árum hefur fyrirtækið þróað tölvustýrt gæða- og stjórnkerfi fyrir sínar vélar, svokallað TakeControl kerfi, sem skilað hefur enn frekari framförum í nýtingu á fiski. Stjórnun vélanna fer fram á snertiskjá og er hægt að kalla fram og vinna með upplýsingar og stillingar með einföldum hætti. Leiðbeiningarbæklingar, partalistar og yfirsýn yfir ástand vélbúnaðarins hverju sinni er hægt að kalla upp á skjáinn, sem aftur tryggir fyrirbyggjandi viðhald, uppitíma og nýtingu. Með TakeControl er hægt að fjartengjast vélunum hvar sem er í heiminum og veita þjónustu við þær yfir netið.
„Hér eru fáir starfsmenn sem áorkað hafa miklu í nýsköpun, vöruþróun og öflugri þjónustu á undanförnum árum en nú er komið að þeim tímapunkti að við erum að fjölga spennandi, fjölbreyttum störfum í fyrirtækinu og leggjum enn meiri áherslu á framleiðslu og sölu á okkar búnaði jafnt í heildarlausnum sem stökum vélum, eftir því sem við á. Aðal áherslan verður sem fyrr í hjarta framleiðslunnar eins og við köllum það, og tæknilegri þróun þeirra véla. Það eru mörg spennandi þróunarverkefni framundan,“ segir Björg.
 
Hvetjandi þróun í sjávarútvegi á alþjóðavísu
Á þessu ári afhenti Vélfag sína fyrstu stóru heildarlausn í Rússlandi, sem hluti af stórum samning sem íslenska fyrirtækið Valka ehf. var með fyrir búnað í nýja fiskvinnslu. Vélfag ehf. sá um vélbúnað fyrir innmötun, hausun, flökun og roðdrátt. Take Control stýrikerfið var aðlagað fyrir þessa heildarlausn og sérhannað palla- og færibandakerfi til að tryggja bæði aðgengi að vélum og flutning fisksins innan línnunar með sem minnstu hnjaski. Björg segir tækifæri bæði felast í samstarfi við önnur íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum líkt og í þessu verkefni í Rússlandi en einnig í beinni markaðssetningu.
„Vélfag hefur náð góðum árangri í markaðssetningu hér heima á síðustu árum, fyrst á sjó og svo í landvinnslum en vaxtartækifæri okkar felast í útflutningi. Eins og staðan er núna finnum við fyrir mikilli eftirspurn frá Austur-Evrópu og ekki síst Rússlandi, og hafa þeir metnað og fjármagn til að byggja tæknivæddar landvinnslur á borð við nýjustu vinnslurnar hér á landi. Það eru gífurlega spennandi tímar framundan á hinum alþjóðlega sjávarútvegsmarkaði. Við erum að sjá aukna áherslu á bæði nýtingu og gæðum á því dýrmæta hráefni sem fiskur er, og á sama tíma er mikil vöntun á sérhæfðu starfsfólki hvert sem litið er og þess vegna aukin þörf á sjálfvirkni. Ennfremur er komið að endurnýjun hjá mörgum fyrirtækjum sem eru nú þegar með tæknivæddar vinnslur, þannig að ég held að heildaraðstæður fyrir fyrirtæki eins og Vélfag gætu hreinlega ekki verið meira spennandi“ segir Björg.
Vélfag verður þátttakandi á sýningunni Sjávarútvegur 2019 í Laugardalshöll og mun þar kynna sína framleiðslu.
 
velfag.com
0 Comments



Leave a Reply.

Vélfag ehf.   
HEAD OFFICE & SALES
Baldursnes 2
603 Akureyri
​Iceland
PRODUCTION & SERVICE
Múlavegur 18
625 Ólafsfjörður
Iceland
CONTACT
Office: ​             + 354 466 2635 / info(at)velfag.com               
Sales:               + 354 845 2635  / sales(at)velfag.com
​Service: ​          + 354 857 4436 / service(at)velfag.com
Spare orders: 
+ 354 834 2635 / order(at)velfag.com 
Invoices:          + 354 466 2635 / Invoice(at)velfag.com


  • Home
  • Products
    • UNO
    • Heading
    • Filleting >
      • M700
      • M705
      • M725
    • Skinning
    • M Line
    • TakeControl OS
  • News
  • The Company
    • History
    • Our Customers
    • Contact
    • Our Team
    • Join the team